Toppmeny

Norræna Upplýsingaskrifstofan Akureyri – Forsíða

Norræna Upplýsingaskrifstofan Akureyri – Forsíða.

Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri var formlega opnuð 13. október 1996. Norræna ráðherranefndin hefur stuðlað að opnun 8 slíkra skrifstofa á Norðurlöndunum. Auk þess eru Norrænar upplýsingaskrifstofur í Eystrasaltsríkjunum þremur og í Pétursborg í Rússlandi.

Aðalhlutverk Norrænu upplýsingaskrifstofanna er að veita upplýsingar um norrænt samstarf og stuðla að samvinnu þeirra sem vinna að norrænum verkefnum. Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri hefur á seinni árum lagt mikla áherslu á möguleika ungs fólks í norrænu samstarfi, norræna styrki til menningarstarfs og menningarleg tengsl við Norðurlöndin.

Skrifstofan stendur að norrænum menningarviðburðum í samstarfi við ýmsa aðila. Þeir sem hafa hugmyndir að spennandi verkefnum eru eindregið hvattir til að hafa samband.

, , , ,