Toppmeny

Hvíldartónlist og slökun – Landspítali Háskólasjúkrahús

Hvíldartónlist og slökun – Landspítali Háskólasjúkrahús.

Á útvarpsrás 3 er leikin róleg tónlist og lesnar slökunarleiðbeiningar. Þú getur hlustað á tónlistina þér til ánægju. Þú getur einnig hlustað á hana í ákveðnum tilgangi, til dæmis til að draga úr spennu og kvíða. Rannsóknir hafa sýnt að nota má tónlist til að hafa áhrif á líðan og ástand einstaklinga. Tónlistin getur haft slakandi áhrif, fært athyglina frá óþægilegum aðstæðum, dregið úr skynjun á verkjum, kvíða og einangrun og jafnvel stutt fólk í sálarkreppu.

, , , , ,