Toppmeny

Embætti landlæknis – The Directorate of Health, Iceland

Embætti landlæknis – The Directorate of Health, Iceland.

Meginhlutverk embættisins samkvæmt hinum nýju lögum er fjórþætt, ráðgjöf, fræðsla, eftirlit og upplýsingasöfnun. Lagaákvæði um hlutverk embættisins er einnig að finna í sóttvarnalögum og í lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.

Samkvæmt lögum eru helstu hlutverk embættisins þessi:

 • Að veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu.
 • Að annast forvarna- og heilsueflingarverkefni.
 • Að efla lýðheilsustarf og meta reglulega árangur af því starfi.
 • Að vinna að gæðaþróun.
 • Að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsfólki.
 • Að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með lyfjanotkun landsmanna.
 • Að veita starfsleyfi til löggiltra heilbrigðisstétta.
 • Að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu.
 • Að bera ábyrgð á framkvæmd sóttvarna, sbr. sóttvarnalög.
 • Að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.
 • Að stuðla að því að menntun heilbrigðisstarfsmanna sé í samræmi við kröfur á hverjum tíma og styðja við menntun á sviði lýðheilsu.
 • Að stuðla að rannsóknum á starfssviðum embættisins.

, , , ,